miðvikudagur, desember 19, 2012
Auður Edda Jin er 5 ára í dag!!
Elsku litla daman okkar er orðin 5 ára og ekki smá sem hún stækkaði í nótt. Hún tók daginn frekar snemma enda fullt tilefni til það er nú búið að bíða lengi eftir þessum degi. Fyrst að kannað hvort jólasveinninn hefði nokkuð farið framhjá og gleymt gullskónum sem systurnar höfðu lagt í gluggakistuna. Sem betur ferð hafði það ekki gerst og ekki minnkaði gleðin þegar í ljós komu þessir fínu pakkar frá stóra systur og gamla settinu. Morgunmaturinn var skreyttur með fimm kertum og sunginn var afmælissöngurinn af miklum áhuga !!!
Nú afmælishátíð var haldin þar sem leikskólavinkonur komu og áttu þær allar góða stund saman. Smá spenna var í loft þegar sást til rauðklæddra kalla að bardúsa í garðinum. Þeir höfðu rifið upp stigann í garðinum og gerðu heiðarlega innbrotstilraun við mikla gleði stúlknanna og að lokum tókst þeim að komast inn gegnum svalardyrnar. Allt var undirlagt af söng og gleði og óvæntum uppákomum þar sem auk gleði fyrir börnin þá fékk pabbinn þetta flotta rauða parrok frá sveinka. Frúin hefur þegar efnt til áheita ef kallinn er tilbúinn að ganga einn dag með gripinn en undirtektir hafa verið tregar hingað til, en maður veit aldrei.
Núna er búið að opna pakka og leika mikið en stóra systir og Elísbet vinkona fengu það hlutverk auk þess að skreyta afmæliskökuna að stýra leik og látum. Frekar gaman og svo gaman að brottför nokkurra stúlkna var frestað tímabundið.
En núna er dagur að kveldi kominn og búið að fara í afmælisbað og verið að koma ró á heimilið.
Frábær dagur í alla staði og takk allir sem hingað komu eða hafa glatt okkur á þessum merku tímamótum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli